Glíma

Saga

Af hverju Glíma?

Sigurður Greipsson var brautryðjandi í ferðaþjónustu á Geysi og til að heiðra minningu hans er þema staðarins Glíman, þjóðaríþrótt Íslendinga, en hún hefur lifað með þjóðinni allt frá Þjóðveldisöld. Í samvinnu við Glímusamband Íslands eru til sýnis ljósmyndir af glímuköppum og sýnt myndband um íþróttina og sögu hennar á skjáum víðsvegar um salinn. Stytta af glímuköppum stendur í miðjum salnum en hana hannaði og bjó til bresk listakona að nafni Lucy Unwin en hún hefur m.a. hannað styttur fyrir ólympíuleikana. Hið víðfræga Grettisbelti er til sýnis en það er einn merkasti og sögufrægasti gripur í gjörvallri íþróttasögu Íslands og
einnig sá elsti og er það mikill heiður að hafa það hér til
sýnis enda var það geymt í bankahólfi þar til það kom
hingað á Geysi Glímu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Grettisbeltið er farandgripur og hefur verið frá upphafi en í hvert sinn sem keppt er um skjöldin er gerður silfurskjöldur með nafni sigurvegarans og dagsetningu keppninnar og er sá skjöldur festur á beltið. Þá er elsti skjöldurinn fjarlægður af beltinu þar sem aðeins komast um 30 skildir á beltið. Þessir skildir eru svo geymdir við hlið beltisins og einnig til sýnis. Sigurður Greipsson hampaði titlinum Glímukóngur Íslands 5 ár í röð en 1927 hætti hann keppni ósigraður og sneri sér að stofnun íþróttaskóla síns í Haukadal sem næstu fjörtíu árin útskrifaði marga glímukappa og ófáa glímukónga. Hefur engin stofnun á Íslandi orðið glímunni jafn heilladrjúg og skóli Sigurðar.

Why Glíma?

Sigurdur Greipsson was a pioneer in tourist services at
Geysir and to honor his memory the theme of Geysir Glíma
is wrestling or as we here in Iceland like to call it „Glíma“, which is Icelands national sport that has thrived with the population for centuries. In cooperation with the national wrestling association we exhibit photographs of wrestlers as well as a video, introducing the sport and its history on screens around the restaurant. In the middle of the restaurant stands a statue of two wrestlers which was designed by Lucy Unwin, a British artist whom also designed statues for the Olympic Games. The famous “Grettisbelti” or the belt of Grettir is on display at Geysir Glíma and is the most famous and distinguished object in the history of Icelandic sports as well as the oldest. Before the belt arrived at Geysir Glíma it was kept in a safe deposit box, it is therefore a great honor having it on display for all eyes to see.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

“Grettisbeltið” or the belt of Grettir is a trophy that passes on from winner to winner however the winner never gets to keep it with him. It has been this way from the start which means that each time that wrestlers compete for the shield there is a new silver shield made. The shield is engraved with the winners name and date of the match and then attached to the belt. Because there is only room for 30 shields on the belt, the eldest shield is removed each time and kept on display beside the belt. Sigurdur Greipsson landed the title Wrestling King of Iceland 5 years in a row and ended his career in 1927 still undefeated. He then turned to his next project which was building a Sporting Academy in Haukadal which graduated in forty years’ time many wrestlers and wrestling kings. No other institution in Iceland has quite lived up to the standards of his sporting academy.

En aðeins um Sigurð Greipsson glímukóng Íslands og stofnanda fyrsta íþróttaskóla á Íslandi.

The history about Sigurdur Greipsson, Wrestling King of Iceland and the founder of the first sporting academy in Iceland.

Sigurður Greipsson var bóndasonur fæddur 22.ágúst 1897 í Haukadal í Biskupstungum og var yngstur systkina sinna. En hann lést þann 19.júlí 1985. Hann vakti snemma á sér athygli sem íþróttamaður, mikill glímukappi og æskulýðsfrömuður enda byrjaður að glíma 10 ára gamall. Sigurður tók þátt í æfingunum og glímdi við fullvaxna menn en stundum voru útisamkomur við Geysi og þangað voru fengnir góðir ræðumenn, sungið, keppt í íþróttum en þá aðallega glímu. Keppti hann fyrst opinberlega 13 ára gamall og stóð hann sig svo vel að glímumenn sem voru reyndari og eldri áttu í fullu fangi með að verjast brögðum hans og fimni og var honum
þá spáð miklum frama í glímu. Hann stundaði nám á
Hólum í Hjaltadal og æfði þar íþróttir af kappi enda fimur
og fjaðurmagnaður og gæddur óþrjótandi áhuga og lífsorku. Hann hélt áfram að glíma af kappi en árið 1922 fékk hann sæmdarheitið Glímukóngur Íslands er hann vann keppnina um Grettisbeltið í fyrsta sinn. Grettisbeltið vann hann fimm ár í röð en 1927 kom hann heim frá Hólum og stofnaði Íþróttaskólann í Haukadal en það var fyrsti íþróttaskólinn

á Íslandi.

Sigurdur Greipsson was a farmer’s son, born August 22nd in 1897 in Haukadal Biskupstungum, the youngest of his siblings. He died July 19th in 1985. He drew much attention to himself in his early years as an athlete and wrestler having started wrestling at only 10 years of age. Sigurdur took part in training and wrestled with grown men in local gatherings at Geysir. At these gatherings were excellent speakers, singers as well as athletic competitions, mainly in wrestling. At his first public wrestling match at 13 years of age, even skilled and experienced fighters found it difficult to counter act his moves and predicted him to have a bright future in wrestling. Sigurdur studied in Hólar in Hjaltadal and trained fiercely in sports for he was agile and resilient and born with an inexhaustible interest and energy. He continued to wrestle and in 1922 he competed for the chance to win the belt of Grettir or “Grettisbeltið” for the first time. He won and gained the title Wrestling King of Iceland and maintained that status for the next five years before retiring and opening Iceland’s first sporting academy in Haukadal.

Hann rak skólann til ársins 1969 með eiginkonu sinni Sigrúnu Bjarnadóttur. Samhliða búskap, skólastjórn í Haukadal og veitingaþjónustu var Sigurður virkur í æskulýðsmálum. Sigurður starfaði í stjórn Ungmennafélags Íslands og var
um tíma stjórnarmaður í Íþróttasambandi Íslands. Hann
var mikils metinn ungmennaleiðtogi og hlaut margs háttar viðurkenningar. Árið 1959 hlaut hann Riddara Fálkaorðunnar og var kjörinn heiðursformaður Héraðssambandsins Skarphéðins árið 1966. Einnig var hann heiðursfélagi Ungmennafélags Íslands, Íþróttasambands Íslands og Glímusambands Íslands.

He ran the academy with his wife Sigrun Bjarnadottir until the year 1969. Besides running the Sporting Academy in Haukadal, a catering service and farming, Sigurdur was active in matters of the youth. Sigurdur was a board member in the Youth Association of Iceland and served for some time as chairman in the Sporting Union of Iceland. He was well appreciated as a youth leader and received acknowledgement of many kinds. In 1959 he received a presidential award and was elected an honorary chairman of the regional association of Skarphedinn in 1966. He was also an honorary member of the Youth Association of Iceland, Sporting Union of Iceland as well as Icelands’ Wrestling association.

Sigurður var einnig alinn upp við ferðamennsku frá blautu barnsbeini en aðeins 13 ára var hann sendur norður í fjöll með hesta til að sækja erlenda ferðamenn, einnig fylgdi hann útlendingum frá Haukadal og allt til Akureyrar en hann var einn fyrsti bóndinn á Íslandi sem hafði starf af að sinna ferðamönnum og fylgja þeim um landið. Í Íþróttaskólanum rak hann veitingasölu við Geysi frá árinu 1927 og fram á síðustu æviár sín. Í dag er Geysir í Haukadal eitt helsta aðdráttarafl Íslands fyrir ferðamenn.

 

Sigurdur was raised in tourism as well and at age 13 he was sent north to the mountains with horses to fetch foreign tourists. He also escorted tourists from Haukadal to Akureyri and was the first farmer in Iceland to have an employment in escorting travelers around the country. He ran a catering business at Geysir from the year of 1927 until the day he died. Today, Geysir in Haukadalur is one of the biggest tourist attractions in Iceland.

Geysir Glíma Restaurant  
Haukadalur
Iceland

+354 481 3003

geysirglima@geysirglima.is

Opnunartími

/ Opening hours:
10:00 - 17:00

Finndu okkur / Follow us